Viðskipti erlent

Fyrsta Dreamliner vélin afhent

Boeing flugvélaverksmiðjurnar hafa afhent fyrstu 787 Dreamliner farþegaþotuna til japanska flugfélagsins All Nippon Airways. Vélin fer í almenna notkun í næsta mánuði en hún er þremur árum á eftir upphaflegri áætlun og segir breska blaðið Guardian að tafirnar hafi kostað Boeing milljarða dollara og sérfræðingar efast um að vélin fari að skila félaginu hagnaði fyrr en í fyrsta lagi að áratugi liðnum.

En nú er hún að minnsta kosti tilbúin og hefur 821 vél verið pöntuð. Gripurinn er sagður minnka eldsneytiseyðslu um 20 prósent auk þess sem allur aðbúnaður fyrir farþega er betri en í öðrum vélum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×