Thelma Rut Hermannsdóttir varð í fjórða sæti og Agnes Suto í því áttunda í úrslitum á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum í Slóveníu í gær.
Thelma Rut komst óvænt inn í úrslitin í stökki vegna forfalla annars keppanda. Agnes, sem tryggði sig inn í úrslitin á föstudag, hafnaði í áttunda sæti.
Flottur árangur hjá fimleikakonunum sem undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Tókýó sem fram fer í október.
