Innlent

Brennisteinslykt fannst við Múlakvísl í morgun

Hlaup varð síðast í Múlakvísl í Júlí.
Hlaup varð síðast í Múlakvísl í Júlí. MYND/Gísli Berg
Megn brennisteinslykt fannst við Múlakvísl í morgun og segir Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal, að hann hafi fundið lyktina fyrst um sex leytið í morgun og því áður en skjálftin reið yfir en skjálfti, um tveir komma átta á ríkter, varð í Kötlu í morgun. Jónas segir að hann hafi fundið lyktina öðru hverju undanfarin ár og að það sé algengara að hún blossi upp á haustin. Menn setji þó fyrirvara við lyktina þegar hún komi samfara jarðskjálfta á svæðinu. Jónas segir engan vöxt í Múlakvíslinni, einungis sé um venjulegt haustvatn sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×