Handbolti

Sunna María samdi við Gróttu til þriggja ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunna María Einarsdóttir.
Sunna María Einarsdóttir. Mynd/Grótta
Fylkisstelpan Sunna María Einarsdóttir hefur gert þriggja ára samning við Gróttu og mun styrkja Seltjarnarnesliðið fyrir átök vetrarins í N1 deild kvenna. Fylkir dró sig úr keppni í N1 deildinni fyrr í dag.

Sunna María er 22 ára gömul skytta eða leikstjórnandi sem var markahæsti leikmaður Fylkisliðsins á síðustu leiktíð með 107 mörk. Sunna María hefur leikið 15 leiki með A-landsliði kvenna og skorað í þeim 10 mörk.

„Koma Sunnu Maríu til Gróttu er mikill hvalreki fyrir félagið enda gríðarlega sterkur leikmaður þar á ferð. Þrátt fyrir ungan aldur er Sunna María með mikla reynslu í efstu deild sem hún mun klárlega miðla til yngri leikmanna liðsins," segir í fréttatilkynningu frá Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×