Viðskipti erlent

Christine Lagarde: Heimurinn er á hættulegum stað

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS.
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, sagði efnahagsástandið væri á hættulegum stað vegna þeirra snörpu dýfu sem fjármálaheimurinn tók í dag eftir að seðlabanki Bandaríkjanna varaði við verulegri efnahagslegri hættu.

Þá sagði forstjóri Alþjóðabankans, Robert Zoellick, að efnahagur heimsins væri á hættulegum stað.

Vísitölur á fjármálamörkuðum hafa lækkað mikið í dag. Þar lækkaði FTSE 100 vísitalan mest, eða um fimm prósent. Fjármálamarkaðir í Asíu hafa einnig fallið verulega.

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geitner, sagði kreppuna á evrusvæðinu og pólitíska sundrung í Bandaríkjunum helstu ógnirnar við alþjóðlegan efnahag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×