Lífið

Hætt að fá hjartsláttartruflanir

elly@365.is skrifar
Guðrún Hulda móðir Gunnars, sem er einn efnilegasti bardagamaður heims, er hætt að fá hjartsláttartruflanir þegar sonur hennar berst.
Guðrún Hulda móðir Gunnars, sem er einn efnilegasti bardagamaður heims, er hætt að fá hjartsláttartruflanir þegar sonur hennar berst.
,,Ég er að verða svona nokkuð sjóuð í þessu en ég er hætt að vera með þessar hjartsláttartruflanir og er miklu rólegri en ég var fyrst. Svo er þetta annað núna því þetta er glímumót en ekki bardagi," svarar Guðrún Hulda Gunnarsdóttir mamma Gunnars Nelson sem keppir á einu stærsta glímumóti í heimi, ADCC, í Bretlandi á laugardaginn þegar við forvitnumst hvernig hún höndlar að horfa upp á 23 ára son sinn berjast við mann og annan.

Venst þessi tilfinning einhverntíman að sjá son sinn berjast? ,,Já, já ég hef fulla trú á honum og hann er svo rólegur, yfirvegaður og vel undirbúinn. Ég hef aldrei farið að horfa á hann keppa en pabbi hans er alltaf með honum. Mér finnst það nauðsynlegt og hann sér þá um allt í kringum Gunnar. Ef eitthvað kemur upp á þá er pabbi hans hjá honum. Ég bíð heima á kantinum með gemsann og fæ að heyra um leið og eitthvað gerist. Ég er með símann í brjóstvasanum," segir Guðrún Hulda.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir veitir landsmönnum innsýn inn í líf Gunnars í þætti sínum Ísþjóðinni í kvöld. Ragnhildur Steinunn segir lífssýn og hugarró Gunnars afar einstaka. ,,Hann er ótrúlega mikill hugsuður og hefur fullkomið vald yfir sjálfum sér. Árangur hans er með eindæmum og honum eru allir vegir færir".

Faðir Gunnars, Haraldur Dean Nelson, fór með Gunnari til Bretlands í gær en Haraldur sinnir nú umboðsmennsku fyrir son sinn sem hefur aldrei tapað bardaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.