Handbolti

Fylkir ekki með í N1-deild kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ungur stuðningsmaður Fylkis á leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna á síðasta tímabili.
Ungur stuðningsmaður Fylkis á leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna á síðasta tímabili. Mynd/Vilhelm
Fylkir hefur ákveðið að draga lið sitt til baka úr keppni í N1-deild kvenna sem hefst eftir rúma viku. Samkvæmt heimildum Vísis verður þetta tilkynnt síðar í dag.

Fylki var spáð sjötta sætinu í N1-deild kvenna á árlegum kynningarfundi deildarinnar í gær. Liðið náði góðum árangri í fyrra en hefur misst nokkra af sínum bestu leikmönnum síðan þá.

Þetta er vitanlega áfall fyrir deildina en þó ekki í fyrsta sinn sem fréttir af þessum toga berast fyrir tímabilið. Í síðasta mánuði drógu Stjörnumenn lið sitt til baka úr sömu keppni en hættu svo við nokkrum dögum síðar, eftir að skipt hafði verið um stjórn í handknattleiksdeild félagsins.

Fylkir átti að mæta KA/Þór á Akureyri um aðra helgi í fyrstu umferð deildarinnar. Alls voru tíu lið skráð til þátttöku í deildinni.

Uppfært: Fylkir hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þetta er staðfest. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að stefnt er að því að senda aftur lið til leiks á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×