Viðskipti erlent

Nýr iPhone kynntur 4. október

iPhone 4 lítur svona út, hvernig nýi síminn verður kemur í ljós 4. október.
iPhone 4 lítur svona út, hvernig nýi síminn verður kemur í ljós 4. október.
Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjan iPhone 5 til sögunnar þann 4. október næstkomandi á stórum fjölmiðlaatburði í Bandaríkjunum.

Þetta hefur blaðið All things Digital eftir heimildum en það kemur heim og saman við þær sögusagnir sem hafa gengið á milli manna undanfarið að síminn verði kynntur í byrjun október.

Þetta verður í fyrsta skiptið sem Cook kemur fram sem forstjóri fyrirtækisins en hann tók við starfinu nýverið eftir að Steve Jobs, stofnandi Apple, lét af störfum vegna veikinda.

Tímaritið segir að nú reyni á Cook að sannfæra hluthafa og viðskiptavini um að hann geti gegnt starfinu.

Búist er við að hægt verði að kaupa nýju útgáfuna af iPhone aðeins nokkrum vikum eftir kynninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×