Lífið

Sátt við líkama sinn

myndir/cover media
Mad Men leikkonan Christina Hendricks, 36 ára, var glæsileg þegar hún stillti sér upp á rauða dreglinum á Emmy verðlaunahátíðinni eins og sjá má í myndasafni.

Í byrjun fannst mér skrýtið að fá svona mikla athygli út af vaxtarlagi mínu, svaraði Christina spurð hvernig henni leið þegar líkami hennar var annað hvort lofaður eða gagnrýndur af fjölmiðlum vestan hafs og bætti við:

Síðan þegar ókunn kona gekk upp að mér og sagði að henni liði miklu betur með sjálfa sig og líkama sinn af því að ég er eins og ég er í þáttunum (Mad Men) - þá leið mér vel.

Hvaða skilaboð viltu senda konum sem eru með mjaðmir og mjúkar línur eins og þú? Ég vil segja við þær: Hættið að fela líkama ykkar! Finnið frekar föt sem leggja áherslu á líkamslögun ykkar. Ef þið finnið flíkur sem fara ykkur vel skuluð þið halda ykkur við þannig fatnað sama hvað öðrum finnst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.