Lífið

Metáhorf á Two and a Half Men

Í myndasafni má sjá Ashton Kutcher, 33 ára, fagna með Jon Cryer mótleikara sínum í þáttunum Two and a Half Men, þegar Jon fékk sína eigin stjörnu á Hollywood Walk of Fame í Los Angeles í gærdag. Þá má einnig sjá vinnufélagana á Emmy verðlaunahátíðinni síðustu helgi.

Fyrsti Two and a Half Men þátturinn, eftir að Charlie Sheen var rekinn, toppaði allar áhorfstölur þáttanna því 27,8 milljón áhorfendur á aldrinum 18 - 49 ára sáu umræddan þátt.

Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros rak Charlie úr þáttunum í mars á þessu ári. Í kjölfarið var Ashton ráðinn í hlutverkið.


Tengdar fréttir

Aldrei fleiri horft á Two and a Half Men

Talið er að um 30 milljónir Bandaríkjamanna hafi horft á síðasta þátt af gamanþættinum Two and a Half Men sem er mesti fjöldi frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.