Viðskipti erlent

AGS telur hagkerfið hafa veikst umtalsvert

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþjóðahagkerfið stendur ekki nógu traustum fótum.
Alþjóðahagkerfið stendur ekki nógu traustum fótum. Mynd/ AFP.
Alþjóðahagkerfið hefur veikst umtalsvert á síðastliðnum mánuðum, segir í árshlutaskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Úrræðaleysi ríkisstjórna hefur orðið til þess að bæta við þau vandamál sem liggja í loftinu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að hagkerfið í Bretlandi muni vaxa hægar en áður var gert ráð fyrir. Gert var ráð fyrir 1,5% hagvexti en samkvæmt skýrslunni er nú gert ráð fyrir 1,1% hagvexti. Stjórnvöld í Bretlandi gera aftur á móti enn ráð fyrir 1,7% hagvexti en viðurkenna að sú tala muni lækka þegar spáin verður endurskoðuð næst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×