Friðrik Schram: Þeir sem eru á móti samkynhneigð mæta fordómum 20. september 2011 10:44 Friðrik Schram, prestur Íslensku Kristskirkjunnar í Reykjavík. Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, segist vera hafður fyrir rangri sök þegar honum voru gefnar upp þær skoðanir að honum þætti samkynhneigð synd og glæpsamleg. Þannig skrifar Friðrik í Fréttablaðið og á Vísi í dag að hann sé í raun fórnarlamb fordóma. „Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun," skrifar Friðrik en tilefni greinarinnar er ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem neitaði að veita Kristskirkjunni byggingarstyrk sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað kirkjunni. Viðtal við mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, Önnu Kristinsdóttur, birtist í Fréttablaðinu 10. september síðastliðinn. Í því viðtali vill Friðrik meina að hann hafi verið hafður fyrir rangri sök. Hann líti ekki á samkynhneigð sem synd og áréttar: „Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég." Hann bætir hinsvegar við að hann fari ekki í grafgötur með það að hann telji samlíf samkynhneigðra ekki rétt, „og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar." Svo virðist sem Friðrik upplifi skoðanakúgun að hálfu borgarinnar og spyr: „Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr." Hægt er að lesa grein Friðriks í viðhengi hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Hafður fyrir rangri sök Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. 20. september 2011 09:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, segist vera hafður fyrir rangri sök þegar honum voru gefnar upp þær skoðanir að honum þætti samkynhneigð synd og glæpsamleg. Þannig skrifar Friðrik í Fréttablaðið og á Vísi í dag að hann sé í raun fórnarlamb fordóma. „Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun," skrifar Friðrik en tilefni greinarinnar er ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem neitaði að veita Kristskirkjunni byggingarstyrk sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað kirkjunni. Viðtal við mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, Önnu Kristinsdóttur, birtist í Fréttablaðinu 10. september síðastliðinn. Í því viðtali vill Friðrik meina að hann hafi verið hafður fyrir rangri sök. Hann líti ekki á samkynhneigð sem synd og áréttar: „Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég." Hann bætir hinsvegar við að hann fari ekki í grafgötur með það að hann telji samlíf samkynhneigðra ekki rétt, „og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar." Svo virðist sem Friðrik upplifi skoðanakúgun að hálfu borgarinnar og spyr: „Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr." Hægt er að lesa grein Friðriks í viðhengi hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Hafður fyrir rangri sök Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. 20. september 2011 09:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hafður fyrir rangri sök Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. 20. september 2011 09:30