Lífið

Lindsay á bannlista

myndir/cover media
Leikkonan Lindsay Lohan átti ekki sjö dagana sæla á tískuvikunni í New York þegar partýstand var annars vegar því henni var meinaður aðgangur inn á heitustu viðburðina.

Þá má nefna sjóðheitt partý á vegum Marc Jacobs sem útvaldar stórstjörnur fengu aðeins aðgang að. Nafn Lindsay var ekki á gestalistanum þar til milljónamæringurinn, Vikram Chatwal, eigandi Dream Downtown hótelsins í Manhattan, leiddi hana inn eftir að hún hafði eytt dágóðum tíma í að væla í dyraverðinum um inngöngu.

Millinn kom Lindsay fyrir hjá leikkonunni Dakota Fanning sem leikur í Oh, Lola!-ilmvatnsauglýsingunni hans. Það leið ekki á löngu áður en dyravörðurinn birtist og skipaði Lindsay að yfirgefa gleðskapinn.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Lindsay og Vikram, milljónamæringnum, í New York umrætt kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.