Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunn Nýja Sjálands lækkuð

Nýja Sjáland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lent í því að lánshæfi þeirra sé lækkað. Matsfyrirtækin Fitch og Standard & Poors lækkuðu bæði í nótt lánshæfismat landsins úr AA+ niður í AA. Í gegnum tíðina hafa Nýsjálendingar verið fremur hátt metnir þegar kemur að lánshæfi enda hefur ríkissjóður þar í landi tekið lítið af lánum þótt einkageirinn hafi verið skuldum vafinn.

En nú hefur syrt í álinn, sérstaklega eftir að jarðskjálftinn í Christchurch reið þar yfir í fyrra auk þess sem hagvaxtur hefur verið í minna lagi síðustu misserin.

Því óttast fyrirtækin að vandi einkageirans eigi eftir að færast yfir á stjórnvöld eins og hefur raunar sýnt sig á Írlandi og jafnvel hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×