Fótbolti

Hallgrímur Jónasson: Svolítið sérstakt en ótrúlega gaman

„Þetta var svolítið sérstakt en ótrúlega gaman,“  sagði Hallgrímur Jónasson sem skoraði tvívegis fyrir Íslands í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í kvöld.

„Því miður dugði þetta ekki til í kvöld. Staðan í hálfleik, 3-0, gaf ekki rétta mynd af leiknum og við ræddum það í hálfleik. Við vissum líka að við erum sterkir í föstum leikatriðum. Og ef við yrðum þolinmóðir þá gætum við sett eitt mark á þá. Íslenska landsliðið er þekkt fyrir að berjast og við ætluðum ekkert að fara gefast upp. Í stöðunni 3-2 þá höfðum við trú á því að getað jafnað leikinn, það sló þögn á áhorfendur.  Þeir voru smeykir við okkur þegar við gátum jafnað. Þeir eru sterkir á heimavelli og eru með gæði í liðinu til að klára færin. Það er ekkert skelfilegt að tapa með tveimur mörkum hérna en að fá fimm mörk á sig er ekki gott,“ sagði Hallgrímur m.a. í viðtalinu sem Guðmundur Benediktsson tók við Húsvíkinginn á Stöð 2 sport eftir leikinn.

Hallgrímur leikur oftast sem miðvörður í vörn en hann lék með Keflavík áður en hann fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hann samdi við GAIS í Gautaborg og lék með því liði áður en hann lánaður frá sænska liðinu til SöndersjyskE í Danmörku.   


Tengdar fréttir

Birkir Bjarnason: Spiluðum mjög góðan leik

Við spiluðum bara mjög góðan leik en ég veit ekki hvort við erum svona óheppnir eða einbeitingalausir í mörkunum þeirra,“ sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport eftir 5-3 tapleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Birkir var einn besti leikmaður Íslands og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins þar sem hann var felldur í vítateig Portúgals.

Hallgrímur komst í fámennan hóp í kvöld

Hallgrímur Jónasson komst í fámennan úrvalshóp með því að skora tvö mörk á Estádio do Dragão vellinum í Porto í kvöld. Hallgrímur skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en íslenska liðið varð að sætta sig við 3-5 tap í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012.

Sölvi Geir: Þetta var ömurleg sending

"Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk,“ sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×