Sölvi Geir: Þetta var ömurleg sending 7. október 2011 23:22 "Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk," sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport. „Við erum að spila gegn einu sterkasta sóknarliði í heimi og þeir nýttu færin sín vel. Þeir voru að skora alveg út við stöng en ef lukkudísirnar hefðu verið með okkur þá hefðum við komist yfir í leiknum," sagði Sölvi en hann átti góðan skalla að marki heimamanna strax í upphafi leiksins sem markvörðurinn varði. „Við hefðum kannski getað fengið mark út úr því og síðan fékk Haddi (Hallgrímur Jónasson) færi stuttu eftir það. Leikurinn hefði kannski orðið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr þessum færum. Á heildina litið getum við verið þokkalega sáttir. Sölvi gerði mistök í varnarleiknum þegar hann ætlaði að senda boltann á Stefán Loga Magnússon markvörð á 21. mínútu. Nani náði að komast inn í sendinguna og skoraði hann þar með sitt annað mark í leiknum. „Þetta var skelfileg sending. Ég sá að Stefán og Kristján (Sigurðsson) voru þarna aleinir. Ég sendi utanfótar en boltinn fór akkúrat á milli þeirra. Þetta segir kannski allt um leikinn, heppnin var kannski aðeins meira þeirra meginn en þeir áttu líklega sigurinn skilið. Sölvi lagði upp tvö fyrstu mörk Íslands sem Hallgrímur Jónasson skoraði en Sölvi vann nánast alla skallabolta í vítateig Portúgals. „Það gekk vel og varnarmaðurinn átti í vandræðum með mig. Við getum borið höfuðið hátt en við sögðum það í hálfleik að við ætluðum að vinna síðari hálfleikinn og það gerðum við. Líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands sagði Sölvi fátt um væntanleg þjálfaraskipti Íslands. „Ég kann sænsku en það er sama hver kemur þá er efniviðurinn til staðar og ég vona bara að hann fari vel með það sem hann fær í hendurnar," sagði Sölvi Geir. Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira
"Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk," sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport. „Við erum að spila gegn einu sterkasta sóknarliði í heimi og þeir nýttu færin sín vel. Þeir voru að skora alveg út við stöng en ef lukkudísirnar hefðu verið með okkur þá hefðum við komist yfir í leiknum," sagði Sölvi en hann átti góðan skalla að marki heimamanna strax í upphafi leiksins sem markvörðurinn varði. „Við hefðum kannski getað fengið mark út úr því og síðan fékk Haddi (Hallgrímur Jónasson) færi stuttu eftir það. Leikurinn hefði kannski orðið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr þessum færum. Á heildina litið getum við verið þokkalega sáttir. Sölvi gerði mistök í varnarleiknum þegar hann ætlaði að senda boltann á Stefán Loga Magnússon markvörð á 21. mínútu. Nani náði að komast inn í sendinguna og skoraði hann þar með sitt annað mark í leiknum. „Þetta var skelfileg sending. Ég sá að Stefán og Kristján (Sigurðsson) voru þarna aleinir. Ég sendi utanfótar en boltinn fór akkúrat á milli þeirra. Þetta segir kannski allt um leikinn, heppnin var kannski aðeins meira þeirra meginn en þeir áttu líklega sigurinn skilið. Sölvi lagði upp tvö fyrstu mörk Íslands sem Hallgrímur Jónasson skoraði en Sölvi vann nánast alla skallabolta í vítateig Portúgals. „Það gekk vel og varnarmaðurinn átti í vandræðum með mig. Við getum borið höfuðið hátt en við sögðum það í hálfleik að við ætluðum að vinna síðari hálfleikinn og það gerðum við. Líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands sagði Sölvi fátt um væntanleg þjálfaraskipti Íslands. „Ég kann sænsku en það er sama hver kemur þá er efniviðurinn til staðar og ég vona bara að hann fari vel með það sem hann fær í hendurnar," sagði Sölvi Geir.
Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira