Viðskipti erlent

Evrópusambandið gefur Microsoft grænt ljós

Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, tilkynnir um kaup hugbúnaðarrisans á Skype.
Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, tilkynnir um kaup hugbúnaðarrisans á Skype. mynd/AFP
Microsoft hefur fengið leyfi Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins til að yfirtaka Skype. Microsoft mun greiða 8.5 milljarða dollara fyrir símaskiptaforritið vinsæla, en notendur forritsins skipta milljónum. Talið er að Microsoft muni nota hugbúnað Skype til að betrumbæta samskipta forrit sitt, Windows Live Messenger, ásamt því að bjóða upp á nýjungar í Office hugbúnaðarpakkanum.

Framkvæmdastjórnin rannsakaði kaupin og telur að Microsoft og Skype séu einungis í samkeppni á sviði myndsímtala. Það séu hins vegar mörg önnur fyrirtæki sem bjóða upp á nýjungar á þeim markaði - þar með talið Google.

Verði kaupin að veruleika þá er yfirtakan sú stærsta sem Microsoft hefur framkvæmt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×