Viðskipti erlent

Bjartsýni eykst á mörkuðum

Hlutabréf á evrópskum mörkuðum hafa haldið áfram að hækka í verði eftir að markaðir opnuðu þar í dag. Aðalvísitölurnar í London, Frankfurt og París hækkuðu allar um 1,5 prósent og í Hong Kong hafði aðalvísitalan hækkað um heil 5,6 prósent þegar markaðurinn lokaði þar í nótt.

Sögusagnir þess efnis að auknu fjármagni verði brátt veitt til evrópskra banka hafa ýtt undir bjartsýni manna og gefið von um betri tíð. Seðlabankastjóri Evrópu, Jean Claude Trichet mun síðar í dag líkast til skýra nánar frá áformunum um leið og greint verður frá stýrivaxtaákvörðun bankans. Triche mun síðan halda á fund Angelu Merkel Þýskalandskanslara og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem málin verða rædd enn frekar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×