Viðskipti erlent

Apple á topp tíu yfir verðmætustu vörumerkin - Coke enn á toppnum

Mynd/AP
Apple tæknifyrirtækið hefur nú í fyrsta sinn komist á topp tíu listann yfir verðmætustu vörumerki veraldar. Listinn er gefinn út árelga af fyrirtækinu Interbrand og þar eru vörumerki verðlögð og miðað við ýmsa þætti á borð við afkomu og styrk vörumerkisins sjálfs. 100 fyrirtæki eru á listanum á hverjum tíma og er Apple hástökkvari þessa árs og er nú metið á tæpa 34 milljarða dollara.

Sjö af vörumerkjunum tíu eru úr tækniiðnaðinum, merki á borð við Google, IBM og Microsoft. Verðmætasta vörumerki veraldar er þó gosdrykkurinn góðkunni, Coca Cola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×