Ákveður í vikunni hvort Guðmundar- og Geirfinnsmál verði tekin upp 3. október 2011 09:33 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að ákveða hvort Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin til rannsóknar að nýju, fyrir vikulok. Málin hafa aftur komist í hámæli eftir umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Íslands í dag í gær þar sem greint var frá dagbókarfærslum Tryggva Rúnars Leifssonar sem var einn sakborninga í málinu og hlaut að lokum 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Ögmundur var spurður út í málið í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og þar sagðist hann ætla að ákveða um framhaldið í þessari viku. Tryggvi Rúnar hélt dagbækur þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Þar greindi hann frá öllu því sem átti sér stað meðal annars samskiptum við fangaverði, rannsakendur og lækna. Tryggvi lést úr krabbameini fyrir tveimur árum en hann hefði orðið sextugur í gær, annan október. Dagbækurnar hafa verið í vörslu dóttur Tryggva, en upplýsingar úr þeim hafa aldrei verið birtar opinberlega fyrr en nú. Gísli Guðjónsson einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag sagði í gær nauðsynlegt að rannsaka málin upp á nýtt í ljósi dagbókanna. Gísli hefur komið að allt að þúsund sakamálum á sínum ferli og þykir einn hæfasti á sviði falskra játninga. Hann hefur aldrei tjáð sig opinberlega um Guðmundar-og Geirfinnsmálið fyrr en nú. Hann telur að með tilkomu dagbókanna sé tilefni til að hefja rannsókn á þessu máli að nýju. Gísli hefur lesið dagbækurnar sem ná frá lok október 1976 til loka ársins 1977. Tengdar fréttir Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu kalla á rannsókn Einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu lýsti ítrekað yfir sakleysi sínu í dagbókarfærslum sem hann ritaði á meðan hann sat í einangrun í Síðumúlafangelsinu í tvö ár, 24 ára að aldri. Upplýsingarnar úr dagbókunum hafa aldrei birst opinberlega. Gísli Guðjónsson einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi segir nauðsynlegt að rannsaka málið að nýju í ljósi dagbókanna með tilliti til falskra játninga. 2. október 2011 18:57 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að ákveða hvort Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin til rannsóknar að nýju, fyrir vikulok. Málin hafa aftur komist í hámæli eftir umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Íslands í dag í gær þar sem greint var frá dagbókarfærslum Tryggva Rúnars Leifssonar sem var einn sakborninga í málinu og hlaut að lokum 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Ögmundur var spurður út í málið í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og þar sagðist hann ætla að ákveða um framhaldið í þessari viku. Tryggvi Rúnar hélt dagbækur þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Þar greindi hann frá öllu því sem átti sér stað meðal annars samskiptum við fangaverði, rannsakendur og lækna. Tryggvi lést úr krabbameini fyrir tveimur árum en hann hefði orðið sextugur í gær, annan október. Dagbækurnar hafa verið í vörslu dóttur Tryggva, en upplýsingar úr þeim hafa aldrei verið birtar opinberlega fyrr en nú. Gísli Guðjónsson einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag sagði í gær nauðsynlegt að rannsaka málin upp á nýtt í ljósi dagbókanna. Gísli hefur komið að allt að þúsund sakamálum á sínum ferli og þykir einn hæfasti á sviði falskra játninga. Hann hefur aldrei tjáð sig opinberlega um Guðmundar-og Geirfinnsmálið fyrr en nú. Hann telur að með tilkomu dagbókanna sé tilefni til að hefja rannsókn á þessu máli að nýju. Gísli hefur lesið dagbækurnar sem ná frá lok október 1976 til loka ársins 1977.
Tengdar fréttir Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu kalla á rannsókn Einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu lýsti ítrekað yfir sakleysi sínu í dagbókarfærslum sem hann ritaði á meðan hann sat í einangrun í Síðumúlafangelsinu í tvö ár, 24 ára að aldri. Upplýsingarnar úr dagbókunum hafa aldrei birst opinberlega. Gísli Guðjónsson einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi segir nauðsynlegt að rannsaka málið að nýju í ljósi dagbókanna með tilliti til falskra játninga. 2. október 2011 18:57 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu kalla á rannsókn Einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu lýsti ítrekað yfir sakleysi sínu í dagbókarfærslum sem hann ritaði á meðan hann sat í einangrun í Síðumúlafangelsinu í tvö ár, 24 ára að aldri. Upplýsingarnar úr dagbókunum hafa aldrei birst opinberlega. Gísli Guðjónsson einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi segir nauðsynlegt að rannsaka málið að nýju í ljósi dagbókanna með tilliti til falskra játninga. 2. október 2011 18:57