Viðskipti erlent

Bretar háðir evrusamstarfinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron segir að það yrði afskaplega slæmt fyrir Breta ef það slitnaði upp úr evrusamstarfinu.
David Cameron segir að það yrði afskaplega slæmt fyrir Breta ef það slitnaði upp úr evrusamstarfinu. Mynd/ AFP.
David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að það yrði afskaplega slæmt fyrir Bretland ef það slitnaði upp úr evrusamstarfinu. Í þætti Andrews Marr á BBC sagði hann að að skuldastaða evruríkjanna væri ekki einungis ógn við evruna heldur einnig mikil ógn við breska hagkerfið og alþjóðahagkerfið. Hann ítrekaði að leiðtogar evruríkjanna verða að taka skjóta og ábyrga ákvörðun til að bregðast við vandanum. Cameron sagði að 40% af útflutningi Bretlands væri til evruríkjanna og Bretland gæti því ekki flúið vandann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×