Viðskipti erlent

Algert hrun á þriðja ársfjórðungi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Staðan hefur verið skelfileg á mörkuðum undanfarið.
Staðan hefur verið skelfileg á mörkuðum undanfarið. Mynd/ AFP.
Hlutabréfavísitölur í Frakklandi og í Þýskalandi lækkuðu um 25% á þriðja ársfjórðungi, eftir því sem fram kemur á vef Telegraph.

FTSE 100 vísitalan í Bretlandi lækkaði öllu minna, eða um 13,7% á þriðja ársfjórðungi. Þetta er mesta lækkun hennar í níu ár. Verðmæti hlutabréfa í Bretlandi lækkuðu um 212 milljarða sterlingspunda, sem jafngildir 39 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þá lækkaði Dow Jones vísitalan í Bandaríkjunum um 11 prósent.

Ástæða lækkunnar hlutabréfa er áhyggjur manna af skuldastöðu ríkja í Evrópu.  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×