Körfubolti

Snæfellingar á toppinn eftir sigur á Haukum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir hefur byrjað vel hjá Snæfelli.
Hildur Sigurðardóttir hefur byrjað vel hjá Snæfelli. Mynd/Daníel
Snæfellingar halda áfram að gera það gott í upphafi tímabilsins í Iceland Express-deild kvenna en liðið vann í kvöld góðan heimasigur á Haukum, 73-69.

Haukar, sem unnu Lengjubikarinn nú í haust, hafa að sama skapi tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni.

Snæfell lagði grunninn að sigrinum með góðri frammistöðu í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 43-28. Haukar unnu svo þriðja leikhluta með tólf stigum en Snæfell hélt sjó í fjórða leikhlutanum og vann að lokum fjögurra stiga sigur sem fyrr segir.

Kieraah Marlow skoraði 24 stig fyrir Hauka en Hildur Sigurðardóttir kom næst með átján stig auk þess sem hún tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Íris Sverrisdóttir skoraði nítján stig fyrir Hauka. Jence Ann Rhoads kom næst með fjórtán stig.

Snæfell því á toppnum með fjögur stig en annarri umferðinni lýkur á morgun með þremur leikjum.

Snæfell-Haukar 73-69 (21-13, 22-15, 15-27, 15-14)

Snæfell: Kieraah Marlow 24/7 fráköst, Hildur Sigurdardottir 18/12 fráköst/7 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 11, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 6/7 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.

Haukar: Íris Sverrisdóttir 19, Jence Ann Rhoads 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hope Elam 10, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundardóttir 6, Margrét Rósa Hálfdánardótir 2, Sara Pálmadóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×