Körfubolti

Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum

Boði Logason í Ljónagryfjunni skrifar
Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka.
Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka.
“Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld.

“Við fáum á okkur alltof mikið af stigum og ég er alveg viss um það að ef við hefðum náð að spila betri vörn hefðum við átt meiri möguleika á að veita þeim verðugri samkeppni,” sagði Pétur.

Haukarnir skiptu í svæðisvörn um miðjan þriðja leikhluta sem virtist koma Njarðvíkingum úr jafnvægi, allavega í fyrstu sóknunum. “Mér fannst það ekki skipta neinu máli. Hvort það hafi verið rétt eða ekki – mér sýnist ekki. Við töpuðum með 20 stigum en við hefðum kannski tapað með 30 ef við hefðum verið í einhverri annarri vörn. “

Hann segir að leikurinn hafi fyrst og fremst tapast á lélegum vararleik en Cameron Echols leikmaður Njarðvíkur skoraði 40 stig í dag og flest undir körfunni. 

“Við erum að skora ágætlega mikið af stigum og ég er ekki vanur að skora mikið af stigum með mín lið. Við erum að fá á okkur alltof mikið af stigum og það er hlutur sem við þurfum að laga,” sagði hann og tók fram að Njarðvíkingarnir hafi spilað vel í kvöld.

Varðandi framhaldið segir Pétur ljóst að varnarleikurinn sé eitthvað sem verði að fara yfir. “Það er það sem við þurfum að vinna í – að verða betri í vörn og betri í körfubolta. Ég held að öll lið á landinu séu að gera það.”


Tengdar fréttir

Elvar Már: Skotin voru að detta í dag

“Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld.

Umfjöllun: Njarðvíkingar sýndu klærnar í Ljónagryfjunni

Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins.

Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið

“Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×