Viðskipti erlent

S&P lækkar lánshæfiseinkunn Spánar

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar um eitt hak, eða úr AA niður í AA-.

Ástæðan fyrir lækkuninni er lítill hagvöxtur í landinu samfara miklum skuldum, einkum í einkageiranum. Þá segir matsfyrirtækið að mikið atvinnuleysi í landinu muni virka sem dragbítur á efnahagslífið.

Samhliða þessu tilkynnti matsfyrirtækið Fitch Ratings að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn svissneska stórbankans UBS og tveggja stórra banka á Bretlandseyjum, það er Lloyds og Royal Bank of Scotland. Í frétt um málið á BBC segir að Fitch hafi einnig sett marga af stærstu bönkum Evrópu á athugunarlista sinn, með neikvæðum horfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×