„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur þar sem við vissum alveg að Þórsarar kæmu brjálaðir hingað,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld.
KR vann Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla.
„Fyrstu leikir móti geta verið erfiðir og þessi leikur spilaðist í raun alveg eins og ég bjóst við. Við vorum að spila lélega vörn í leiknum og hleyptum þeim allt of auðveldlega í gegn, en við náðum að klóra okkur framúr þessu".
„Ég er svekktur með það að liðið náði aldrei almennilega að slíta sig frá Þórsurum“.
Svíþjóð
Ísland