Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann 13. október 2011 16:55 Gunnar Rúnar Sigurþórsson mynd/Vilhelm Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. Þá segir einnig að Gunnar Rúnar hefði sjálfur borið að hann hefði að einhverju leyti gert sér grein fyrir því að hann hefði verið að gera eitthvað sem væri rangt. „Að þessu virtu var talið í ljós leitt að G [Gunnar Rúnar] hefði borið skynbragð á eðli þess afbrots sem hann var ákærður fyrir og að hann hefði verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann réðst að A [Hannes Þór] að hann teldist sakhæfur," segir í dómnum. Fyrir dóm kom geðlæknir og yfirlæknir á Réttar- og öryggisdeildinni á Sogni, en Gunnar Rúnar hefur dvalið þar frá því dómurinn féll í héraðsdómi. Í vottorði frá honum segir að eftir „9½ mánuð á Sogni hefur ekki tekist að fá fram nokkru sinni ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflanir eða merki um brenglaða raunveruleikaskynjun. Einkenni ástarsýki finnast ekki nú. Gunnar Rúnar hefur sterk merki persónuleikaröskunar. Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er rökviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér." Þá segir ennfremur í vottorði geðlæknisins að athygli veki hversu fljótt ást hans til, unnustu Hannesar Þórs, hvarf, en slíkt er yfirleitt á skjön við raunverulega áststýki, slíkt hverfur yfirleitt aldrei nema með lyfjameðferð eða annarri mjög langvarandi meðferð. „Ekki er hægt að sjá enn þörf á neinum geðlyfjum." Þá segir að framtíðarspá hans sé bjartari en margra annarra sakamanna vegna þess að hann hafi ekki sögu um misnotkun áfengis, eða eiturlyfja. „Hann er ágætlega gefinn og hafði áður en atburðurinn átti sér stað verið kominn í þokkalega góða stöðu félagslega og atvinnulega. Hann á góða fjölskyldu sem styður hann dyggilega." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. Þá segir einnig að Gunnar Rúnar hefði sjálfur borið að hann hefði að einhverju leyti gert sér grein fyrir því að hann hefði verið að gera eitthvað sem væri rangt. „Að þessu virtu var talið í ljós leitt að G [Gunnar Rúnar] hefði borið skynbragð á eðli þess afbrots sem hann var ákærður fyrir og að hann hefði verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann réðst að A [Hannes Þór] að hann teldist sakhæfur," segir í dómnum. Fyrir dóm kom geðlæknir og yfirlæknir á Réttar- og öryggisdeildinni á Sogni, en Gunnar Rúnar hefur dvalið þar frá því dómurinn féll í héraðsdómi. Í vottorði frá honum segir að eftir „9½ mánuð á Sogni hefur ekki tekist að fá fram nokkru sinni ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflanir eða merki um brenglaða raunveruleikaskynjun. Einkenni ástarsýki finnast ekki nú. Gunnar Rúnar hefur sterk merki persónuleikaröskunar. Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er rökviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér." Þá segir ennfremur í vottorði geðlæknisins að athygli veki hversu fljótt ást hans til, unnustu Hannesar Þórs, hvarf, en slíkt er yfirleitt á skjön við raunverulega áststýki, slíkt hverfur yfirleitt aldrei nema með lyfjameðferð eða annarri mjög langvarandi meðferð. „Ekki er hægt að sjá enn þörf á neinum geðlyfjum." Þá segir að framtíðarspá hans sé bjartari en margra annarra sakamanna vegna þess að hann hafi ekki sögu um misnotkun áfengis, eða eiturlyfja. „Hann er ágætlega gefinn og hafði áður en atburðurinn átti sér stað verið kominn í þokkalega góða stöðu félagslega og atvinnulega. Hann á góða fjölskyldu sem styður hann dyggilega."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03
Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39