Viðskipti erlent

Gífurlegt verðfall á norskum eldislaxi

Gríðarlegt verðfall hefur orðið á norskum eldislaxi og segir á viðskiptasíðum norska blaðsins BT, að eldið sé nú rekið með talsverðu tapi.

Verðið var komið upp í 44 norskar krónur á kílóið í vor, en hefur síðan hrapað niður í rúmlega 21 krónu núna.

Norski laxinn er einkum fluttur á Evrópumarkað, þar sem snarlega hefur dregið úr eftirspurn, meðal annars vegna mikils framboðs frá Chile.

Lax úr umfangsmiklu eldi, sem verið er að byggja upp á Vestfjörðum, á að fara á Bandaríkjamarkað, en Fréttastofunni er ekki kunnugt um verðþróun þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×