Keflavík verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna en spáin var kynnt á kynningarfundi Iceland Express-deildarinnar í dag.
KR er spáð öðru sæti en KR vann sannfærandi sigur á Keflavík í meistaraleiknum um helgina.
Samkvæmt spánni verða Keflavík og KR í sérflokki í vetur.
Spáin:
1. Keflavík 166 stig
2. KR 163
3.-4. Haukar 135
3.-4. Valur 135
5. Snæfell 90
6. UMFN 84
7. Hamar 54
8. Fjölnir 37
