Innlent

Anna Björns farin úr landi

Erla Hlynsdóttir skrifar
FBI birti þessa mynd í sumar þegar lýst var eftir Bulger, en þá var í fyrsta skipti einnig birt mynd af kærustunni hans, sem Anna Björns bar kennsl á
FBI birti þessa mynd í sumar þegar lýst var eftir Bulger, en þá var í fyrsta skipti einnig birt mynd af kærustunni hans, sem Anna Björns bar kennsl á Mynd AP

Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu.

Dagblaðið Boston Herald fjallar um málið í dag. Þar kemur fram að Bandaríska alríkislögreglan hafi heitið því að nafn Önnu yrði ekki gefið upp. Blaðamaður Boston Globe birti nafn hennar í gær, en umræddur blaðamaður sem kom tvisvar til Íslands í sumar til að reyna að ná tali af Önnu, en án árangurs.

Samkvæmt heimildum fréttastofu kom mjög á Önnu og ættingjan hennar eftir að nafn hennar var opinberað í heimspressunni.

Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum, Michael Sullivan, gagnrýnir nafnbirtinguna harðlega og segir í samtali við Boston Herald að ekki sé hægt að tryggja öryggi Önnu. Þá geti nafnbirtingin dreguð úr líkum á því að fólk verði í framtíðinni fáanlegt til að stíga fram og greina lögreglunni frá mikilvægum upplýsingum.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að engin beiðni hafi komið inn á borð íslensku lögreglunnar um að gæta að öryggis Önnu, sem er búsett í Reykjavík, en er ekki á landinu sem stendur.


Tengdar fréttir

Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi

Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni.

„Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum.

Fríða kom upp um „dýrið“

"Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur.

Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns

Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn.

Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar

Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×