Gylfi Þór Sigurðsson spilaði fyrstu 78 mínúturnar er lið hans, Hoffenheim, tapaði fyrir Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 3-1.
Raúl kom Schalke yfir í fyrri hálfleik en Vedad Ibisevic náði að jafna metin fyrir gestina frá Hoffenheim þegar um 30 mínútur voru til leiksloka.
En Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar átti síðasta orðið og skoraði tvívegis á þriggja mínútna kafla þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.
Bayern styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með 4-0 sigri á Nürnberg. Bæjarar eru með 25 stig eftir ellefu leiki en Schalke kemur næst með 21. Núverandi meistarar, Dortmund, eru svo með 20 stig en liðið gerði 1-1 jafntefli við Stuttgart á útivelli í dag.
Mario Gomez skoraði tvö fyrir Bayern í dag og þeir Bastian Schweinsteiger og Franck Ribery eitt hvor.
Úrslit dagsins:
Bayern - Nürnberg 4-0
Gladbach - Hannover 2-1
Schalke - Hoffenheim 3-1
Wolfsburg - Hertha 2-3
Stuttgart - Dortmund 1-1
Gylfi spilaði er Hoffenheim tapaði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



