Suðurstrandarvegur opnast um helgina 28. október 2011 20:30 Nýi Suðurstrandarvegurinn klárast á morgun og opnast þá ný tenging milli Suðurlands og Suðurnesja. Loksins, loksins, myndi margur segja, en nú er verið að leggja síðustu metrana af malbikinu á veginn. Honum var fyrst lofað fyrir 12 árum í tengslum við kjördæmabreytingu þegar ákveðið var að Suðurlands- og hluta Reykjaness- og Austurlandskjördæmis yrði steypt í Suðurkjördæmi. Vegurinn, sem kallaður hefur verið margsviknasta kosningaloforðið, er að fá slitlagið á síðustu kaflana, í dag á verkhluta Suðurverks milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og á morgun á síðasta verkhluta KNH-verktaka, sem er tenging frá Krýsuvík inn á Suðurstrandarveginn. Suðurverk átti raunar ekki að klára sinn hluta fyrr en í september næsta haust. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, segir að félagið hafi haft tæki og búnað til að vinna verkið á skemmri tíma, og mannskap sem ekki hafi haft önnur verkefni. Þetta séu þáttaskil hjá fyrirtækinu. Nú hafi það engan verksamning fyrir mannskapinn né tækin. Það sé ljótt dæmi að engin verkefni skuli heldur vera í pípunum, segir Dofri. Með opnun vegarins verða hins vegar tímamót í samgöngum milli Suðurnesja og Suðurlands og einkum fyrir íbúa Þorlákshafnar og Grindavíkur, sem fá nú rennisléttan 58 kílómetra langan nútímaveg á milli bæjanna. Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, segir verklokin tíu mánuðum á undan áætlun og Grindvíkingar fagni gífurlega. Loksins sé vegurinn kominn sem barist hafi verið fyrir í fjölda ára, enda hafi því verið lofað við kjördæmabreytinguna að tengja kjördæmin saman. Grindvíkingar vonast eftir stóraukinni umferð ferðamanna. Nú geti menn ekið beint úr Grindavík til Suðurlands og sloppið við að fara í gegnum höfuðborgina. Vegurinn muni einnig hafa mikil áhrif á flutninga, það séu til dæmis miklir fiskflutningar, eins og frá Djúpavogi til Grindavíkur, og alla leið á Keflavíkurflugvöll, og flutningabílarnir vilji sleppa við að fara í gegnum Reykjavík. Verktakarnir ætla báðir að gera sitt svo unnt sé að opna allan veginn um helgina. Pétur Kristjánsson, verkstjóri hjá KNH, segir að nú sé verið að klára og á morgun verði þetta búið. Bæjarstjórn Grindavíkur ætlar strax í fyrramálið að aka öll til Þorlákshafnar. Dofri Eysteinsson óskar sveitarfélögunum og raunar öllum landsmönnum til hamingju og vonar að vegurinn eigi eftir að verða öllum til góðs. Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Nýi Suðurstrandarvegurinn klárast á morgun og opnast þá ný tenging milli Suðurlands og Suðurnesja. Loksins, loksins, myndi margur segja, en nú er verið að leggja síðustu metrana af malbikinu á veginn. Honum var fyrst lofað fyrir 12 árum í tengslum við kjördæmabreytingu þegar ákveðið var að Suðurlands- og hluta Reykjaness- og Austurlandskjördæmis yrði steypt í Suðurkjördæmi. Vegurinn, sem kallaður hefur verið margsviknasta kosningaloforðið, er að fá slitlagið á síðustu kaflana, í dag á verkhluta Suðurverks milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og á morgun á síðasta verkhluta KNH-verktaka, sem er tenging frá Krýsuvík inn á Suðurstrandarveginn. Suðurverk átti raunar ekki að klára sinn hluta fyrr en í september næsta haust. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, segir að félagið hafi haft tæki og búnað til að vinna verkið á skemmri tíma, og mannskap sem ekki hafi haft önnur verkefni. Þetta séu þáttaskil hjá fyrirtækinu. Nú hafi það engan verksamning fyrir mannskapinn né tækin. Það sé ljótt dæmi að engin verkefni skuli heldur vera í pípunum, segir Dofri. Með opnun vegarins verða hins vegar tímamót í samgöngum milli Suðurnesja og Suðurlands og einkum fyrir íbúa Þorlákshafnar og Grindavíkur, sem fá nú rennisléttan 58 kílómetra langan nútímaveg á milli bæjanna. Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, segir verklokin tíu mánuðum á undan áætlun og Grindvíkingar fagni gífurlega. Loksins sé vegurinn kominn sem barist hafi verið fyrir í fjölda ára, enda hafi því verið lofað við kjördæmabreytinguna að tengja kjördæmin saman. Grindvíkingar vonast eftir stóraukinni umferð ferðamanna. Nú geti menn ekið beint úr Grindavík til Suðurlands og sloppið við að fara í gegnum höfuðborgina. Vegurinn muni einnig hafa mikil áhrif á flutninga, það séu til dæmis miklir fiskflutningar, eins og frá Djúpavogi til Grindavíkur, og alla leið á Keflavíkurflugvöll, og flutningabílarnir vilji sleppa við að fara í gegnum Reykjavík. Verktakarnir ætla báðir að gera sitt svo unnt sé að opna allan veginn um helgina. Pétur Kristjánsson, verkstjóri hjá KNH, segir að nú sé verið að klára og á morgun verði þetta búið. Bæjarstjórn Grindavíkur ætlar strax í fyrramálið að aka öll til Þorlákshafnar. Dofri Eysteinsson óskar sveitarfélögunum og raunar öllum landsmönnum til hamingju og vonar að vegurinn eigi eftir að verða öllum til góðs.
Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira