Vill forðast að löggan skipti sér af hópum sem berjast í grasótarstarfi 24. október 2011 11:56 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. „Innanríkisráðherra skýrði frá því hvernig íslensk stjórnvöld vildu aðgreina eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi annars vegar og andófi sem ætti sér pólitískar og þar með lýðræðislegar rætur hins vegar,“ segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. „Í því samhengi væri mikilvægt að forðast að lögregla hefði afskipti af hópum sem berðust í margvíslegu grasótarstarfi og væri slæmt til þess að vita að lögregluyfirvöld í Evrópu hefðu grafið um sig í slíku starfi eins og upplýst hefði verið í fjölmiðlum. Þá var rætt um landamæravörslu og stöðu innflytjendamála. Fram kom að Bretar hafa engin áform uppi um aðkomu að Schengen samstarfinu.“ Þá er þess getið að Ögmundur átti einnig fundi með þeim þingmönnum í breska þinginu sem sérstaklega hafa lagt sig eftir góðu samstarfi við Ísland. Þetta eru þau Fabian Hamilton, Austin Mitchell, Megg Munn, Angus MacNeil og Andrew Rosindell sem, að Andrew undanskildum, komu hingað til lands síðastliðið sumar til viðræðna við íslenska ráðherra og þingmenn. Þá ræddi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við aðra þingmenn sem gegna lykilstöðum og hafa með höndum stefnumótun. „Þetta voru afar gagnlegar og fróðlegar viðræður. Ég mætti engu öðru en mikilli vinsemd gagnvart Íslandi og Íslendingum. Mér virðist Bretum vera umhugað að skapa gott andrúmsloft á milli þjóðanna og var ég með heimsókn minni að þiggja boð sem staðið hefur frá því bresku þingmennirnir komu hingað í sumar til viðræðna við okkur. Ég á von á áþekkri heimsókn frá breskum þingmönnum að nýju á komandi ári. Þess má einnig geta að í þessari heimsókn notaði ég tækifærið og ræddi við fulltrúa úr atvinnulífinu sem sérhæfa sig í verkefnum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa." Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. „Innanríkisráðherra skýrði frá því hvernig íslensk stjórnvöld vildu aðgreina eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi annars vegar og andófi sem ætti sér pólitískar og þar með lýðræðislegar rætur hins vegar,“ segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. „Í því samhengi væri mikilvægt að forðast að lögregla hefði afskipti af hópum sem berðust í margvíslegu grasótarstarfi og væri slæmt til þess að vita að lögregluyfirvöld í Evrópu hefðu grafið um sig í slíku starfi eins og upplýst hefði verið í fjölmiðlum. Þá var rætt um landamæravörslu og stöðu innflytjendamála. Fram kom að Bretar hafa engin áform uppi um aðkomu að Schengen samstarfinu.“ Þá er þess getið að Ögmundur átti einnig fundi með þeim þingmönnum í breska þinginu sem sérstaklega hafa lagt sig eftir góðu samstarfi við Ísland. Þetta eru þau Fabian Hamilton, Austin Mitchell, Megg Munn, Angus MacNeil og Andrew Rosindell sem, að Andrew undanskildum, komu hingað til lands síðastliðið sumar til viðræðna við íslenska ráðherra og þingmenn. Þá ræddi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við aðra þingmenn sem gegna lykilstöðum og hafa með höndum stefnumótun. „Þetta voru afar gagnlegar og fróðlegar viðræður. Ég mætti engu öðru en mikilli vinsemd gagnvart Íslandi og Íslendingum. Mér virðist Bretum vera umhugað að skapa gott andrúmsloft á milli þjóðanna og var ég með heimsókn minni að þiggja boð sem staðið hefur frá því bresku þingmennirnir komu hingað í sumar til viðræðna við okkur. Ég á von á áþekkri heimsókn frá breskum þingmönnum að nýju á komandi ári. Þess má einnig geta að í þessari heimsókn notaði ég tækifærið og ræddi við fulltrúa úr atvinnulífinu sem sérhæfa sig í verkefnum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa."
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira