Viðskipti erlent

Krefja Ítali um aðgerðir

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. mynd úr safni
Forystumenn þjóðríkja á evrusvæðinu hafa í dag sett þrýsting á Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, með því að krefja hann um aðgerðir vegna vaxandi skuldavanda landsins. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Fundað hefur verið í Brussell alla helgina með það fyrir augum að leysa vaxandi skuldavanda á evrusvæðinu.

Skuldatryggingarálag á ítölsk skuldabréf hefur hækkað mikið á undanförnum vikum og er nú talið nær útilokað að landið geti endurfjármagnað skuldir sínar á nægilega góðum kjörum. Mikill niðurskurður ríkisútgjalda og trúverðugri stefna í ríkisfjármálum til lengri tíma er það sem krafist er af Ítölum.

Berlusconi átti í dag fund með Angelu Merkel þar sem rætt var um leiðir til þess að taka á skuldavanda ríkjanna á evrusvæðinu, Ítalíu þar á meðal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×