Viðskipti erlent

Angela Merkel bjartsýn á finna leiðir til að vernda evruna

Angela Merkel kanslari Þýskalands
Angela Merkel kanslari Þýskalands mynd/AFP
Tuttugu og sjö leiðtogar Evrópuríkja funda í dag í Brussel um skuldavanda evrusvæðisins og hvernig halda megi aftur að annarri kreppu í álfunni.

Eftir fundinn munu síðan þau sautján lönd sem nota evruna sem gjaldmiðil funda um leiðir til að vernda gjaldmiðilinn fyrir áföllum í álfunni.

Angela Merkel kanslari Þýskalands sagðist í morgun vera bjartsýn að leiðtogarnir komist að niðurstöðu og finni leiðir til að vernda evruna fyrir næstkomandi miðvikudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×