Enski boltinn

Tevez bara kærður fyrir að neita að hita upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Þetta var víst bara einhver missklingur eins og hjá Georgi Bjarnfreðarsyni um árið. Manchester City getur ekki sannað fullyrðingu stjórans Roberto Mancini að Carlos Tevez hafi neitað að fara inn á í Meistaradeildarleik City-liðsins í München fyrir þremur vikum.

Rannsóknarnefnd Manchester City hefur nú gefið það út að Tevez verði bara kærður fyrir aganefnd félagsins fyrir að neita að hita upp í umræddum leik á Allianz Arena.

Vísir sagði frá fétt Daily Mirror í morgun um að aðstoðarmenn Mancini, þeir Brian Kidd og David Platt sem og formþjálfarinn Ivan Carminati gátu ekki staðfest það að Tevez hafi í raun neitað að fara inn á völlinn.

Það er ljóst að þótt að málið sé alvarlegt verður refsing Tevez örugglega mun vægari vegna þessa. Það er samt ólíklegt að Mancinci taki aftur fyrri orð sín um að Tevez myndi aldrei spila fyrir hann aftur en þau lét ítalski stjórinn falla á blaðamannafundi eftir leikinn á móti Bayern München fyrir þremur vikum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×