Viðskipti erlent

Flóðin hafa veruleg áhrif á efnahag Tælands

Flóðin hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks, eins og sést á þessari mynd.
Flóðin hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks, eins og sést á þessari mynd.
Flóðin í Tælandi, sem hafa nú þegar lagt þriðjung landsins undir vatn, eru farin að hafa veruleg áhrif á efnahag landsins. Samkvæmt nýjum hagvaxtaspám yfirvalda í landinu er ráð fyrir því gert að hagvöxturinn verið 2,6% á þessu ári en ekki 4,1% eins og fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Var sú spá almennt talin varfærin, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC.

Tjónið að völdum flóðanna liggur ekki fyrir en yfirvöld hafa sagt að líklega sé það að lágmarki 3,3 milljarðar dollara. Allt kapp er nú lagt á að verja svæði landsins sem skipta efnahag þess mestu máli, þar á meðal höfuðborgina Bangkog.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×