Innlent

Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framsóknarflokkurinn fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns.
Framsóknarflokkurinn fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns.
Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar, dósents við Bifröst og fyrrverandi varaþingmanns Samfylkingarinnar, um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti.

Þingmenn Framsóknarflokksins segjast ekki geta setið undir ósönnum aðdróttunum um þjóðernisöfgar og útlendingahatur, aðdróttunum sem settar séu fram í pólitískum tilgangi og á fráleitum forsendum. Ekkert í stefnu flokksins réttlæti slíka umfjöllun, enda víki Eiríkur ekki einu orði að stefnu flokksins í skrifum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×