Innlent

Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti

Erla Hlynsdóttir skrifar
Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu.

Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Dóra Bjarnadóttir frá því að fatlaður sonur hennar, Benedikt Hákon Bjarnason, hafi orðið fyrir fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarkonu sinni.

Dóru grunaði að þarna hefði einhver með brenglað skopskyn verið á ferð og hélt í vonina um að stóllinn kæmi aftur í leitirnar.

Það var síðan í dag sem Benedikt kom ásamt aðstoðarkonu sinni upp á lögreglustöð til að sækja stólinn.

Lögreglunni fannst afar ánægjulegt að hafa haft milligöngu um að hjólastóllinn komst til skila, og fékk Benedikt sérmerkta derhúfu frá lögreglunni í kveðjugjöf.

Í myndskeiðinu hér fyrir ofan, má sjá þegar Benedikt endurheimti stólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×