Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi 7. nóvember 2011 17:49 Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Fjölskyldan segir Guðrúnu Ebbu meðal annars lýsa heimilislífi þeirra á rangan hátt og að umræðan um málið sé einhliða og með ólíkindum. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu þeirra í heild sinni: Við undirrituð, systkin og móðir Guðrúnar Ebbu, gerum alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók og viðtölum við fjölmiðla. Í upphafi bókarinnar segist hún ekki tilheyra lengur fjölskyldunni. Það var alfarið hennar ákvörðun og ekki í samræmi við vilja okkar. Lýsing hennar á heimilislífi okkar er röng. Heimilið okkar einkenndist ekki af kúgun af hálfu föður okkar og eiginmanns Ólafs Skúlasonar. Mál þetta hefur verið okkur og fjölskyldu okkar afar þungbært. Fram til þessa höfum við haldið okkur til hlés í þessari umræðu í þeirri von að henni myndi linna fyrr en síðar. Nú er svo komið að við getum ekki lengur orða bundist. Við vörum við einhliða málflutningi og þöggun í þessu viðkvæma máli. Við hvetjum til þess að fram fari heiðarleg og fagleg umræða um bældar minningar af þeim toga sem Guðrún Ebba segir liggja til grundvallar ásökunum sínum. Við teljum það siðferðilega skyldu okkar að standa vörð um þá sem ekki geta varið sig sjálfir og leiðrétta rangfærslur er okkur varða. Fyrst og fremst þá inniheldur frásögn Guðrúnar Ebbu lýsingar á heimilislífi og atburðum sem ekkert okkar þriggja kannast við. Ebba Sigurðardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Skúli S. Ólafsson Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Fjölskyldan segir Guðrúnu Ebbu meðal annars lýsa heimilislífi þeirra á rangan hátt og að umræðan um málið sé einhliða og með ólíkindum. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu þeirra í heild sinni: Við undirrituð, systkin og móðir Guðrúnar Ebbu, gerum alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók og viðtölum við fjölmiðla. Í upphafi bókarinnar segist hún ekki tilheyra lengur fjölskyldunni. Það var alfarið hennar ákvörðun og ekki í samræmi við vilja okkar. Lýsing hennar á heimilislífi okkar er röng. Heimilið okkar einkenndist ekki af kúgun af hálfu föður okkar og eiginmanns Ólafs Skúlasonar. Mál þetta hefur verið okkur og fjölskyldu okkar afar þungbært. Fram til þessa höfum við haldið okkur til hlés í þessari umræðu í þeirri von að henni myndi linna fyrr en síðar. Nú er svo komið að við getum ekki lengur orða bundist. Við vörum við einhliða málflutningi og þöggun í þessu viðkvæma máli. Við hvetjum til þess að fram fari heiðarleg og fagleg umræða um bældar minningar af þeim toga sem Guðrún Ebba segir liggja til grundvallar ásökunum sínum. Við teljum það siðferðilega skyldu okkar að standa vörð um þá sem ekki geta varið sig sjálfir og leiðrétta rangfærslur er okkur varða. Fyrst og fremst þá inniheldur frásögn Guðrúnar Ebbu lýsingar á heimilislífi og atburðum sem ekkert okkar þriggja kannast við. Ebba Sigurðardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Skúli S. Ólafsson
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira