Offita barna: Fyrirtæki fara offari í markaðssetningu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2011 19:14 Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum. Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Fleiri fréttir Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Sjá meira
Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum.
Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Fleiri fréttir Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Sjá meira