Fótbolti

Walcott: Auðvitað erum við pirraðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott í leiknum í kvöld.
Theo Walcott í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Theo Walcott og félögum í Arsenal tókst ekki að skora hjá franska liðinu Marseille í Meistaradeildinni í kvöld en efstu liðin í F-riðlinum gerðu þá markalaust jafntefli í öðrum leiknum í röð.

Arsenal hefði með sigri tryggt sér sæti útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð en nú býður liðsins erfiður leikur á móti þýska liðinu Dortmund í næstu umferð.

„Auðvitað erum við pirraðir að ná ekki að tryggja okkur áfram. Við vorum með góðan stuðning á heimavelli og við verðum að vinna heimaleikina okkar. Við vorum samt þéttir í varnarleiknum og héldum hreinu en auðvitað áttu sóknarmennirnir að gera betur," sagði Theo Walcott.

„Þetta er samt stig og við getum nú farið að hlakka til helgarinnar. Leikurinn á laugardaginn á móti Chelsea reyndi mikið á liðið en við vissum við hverju var að búast í Meistaradeildinni. Marseille er með sterkt lið og þetta var erfiður leikur," sagði Walcott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×