Erlent

Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús

Mynd/AP
Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins.

Sú ákvörðun kom mörgum í opna skjöldu en þingið hafði fyrir nokkru samþykkt pakkann, þrátt fyrir mikil mótmæli almennings. Einn þingmaður hefur þegar sagt sig úr flokknum og hefur ríkisstjórnin nú aðeins tveggja sæta meirihluta, en þingið mun á föstudaginn kemur greiða atkvæði um vantrauststillögu á ríkisstjórn Papandreús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×