Viðskipti erlent

Hrun á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfamarkaðir hafa fallið skarplega í dag. Ástæðan er sögð vera ákvörðun Grikkja um að setja endurskipulagningaráform ríkisfjármála í þjóðaratkvæði.
Hlutabréfamarkaðir hafa fallið skarplega í dag. Ástæðan er sögð vera ákvörðun Grikkja um að setja endurskipulagningaráform ríkisfjármála í þjóðaratkvæði.
Mikil lækkun hefur einkennt alla hlutabréfamarkaði í Evrópu það sem af er degi. Samkvæmt markaðsvakt Wall Street Journal hefur DAX vísitalan lækkað umk 5,6% og Stoxx 600 Europe, samræmdri vísitölu hlutabréfamarkaða í Evrópu, lækkað um 4,6%.

Samkvæmt fréttum WSJ er það ákvörðun gríska þingsins, um að setja endurskipulagningaráform á ríkisskuldum í þjóðaratkvæði, sem hefur haft mest áhrif á fjárfesta. Markaðurinn gefur því frá sér þau skilaboð að nær útilokað sé að gríska þjóðin muni samþykkja áformin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðhöfðingjar Evrópuríkja hafa þegar ákveðið að stækka björgunarsjóð Evrópusambandsins í þúsund milljarða evra úr 440 milljörðum evra. Stækkunin, og notkun sjóðsins, er hins vegar háð því að áform um niðurskurð á ríkisútgjöldum í Grikklandi, og endurskipulagningu á skattkerfi landins, nái fram að ganga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×