Innlent

Börn yngri en 15 ára mega ekki vinna á sjó - fórnarlambið var 13

Fiskveiðar. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Fiskveiðar. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Það er ólöglegt að hafa einstakling yngri en 15 ára við vinnu á skipi nema um skólaskip eða æfingaskip sé að ræða.

Þetta kemur fram í áttundu grein sjómannalaga en fyrr í dag var greint frá máli þrettán ára drengs sem varð fyrir kvikindislegu ofbeldi frá skipverjum í tíu daga veiðitúr í júlí árið 2010. Í dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjanesi í gær, eru fjórir sjómenn dæmdir fyrir að níðast á drengnum.

Meðal annars kynferðislega.

Sjálfir gerðu þeir lítið úr sínum þætti og vildu meina að ofbeldið hefði verið hluti af skopskyni sem tíðkaðist manna á milli á bátnum. Allir mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi.

Í dómsorði má skilja að drengurinn hafi verið að verka fisk, og því í vinnu.

Þær upplýsingar fengust hjá siglingastofnun að börn yngri en fimmtán ára fá ekki lögskráningu. Það myndi því þýða að barnið væri ekki tryggt ef það slasaðist, en það er almennt viðurkennt að sjómennska er heldur hættulegt starf.


Tengdar fréttir

Jónas Garðarsson: Maður er eiginlega orðlaus

"Þetta er alveg út í bláinn,“ segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem fjórir skipverjar níddust á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×