Jónas Garðarsson: Maður er eiginlega orðlaus 15. nóvember 2011 13:21 Jónas Garðarsson er orðlaus. „Þetta er alveg út í bláinn," segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands og fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem fjórir skipverjar voru dæmdir fyrir að níðast á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti. Spurður hvort hann kannist við annað eins ofbeldi og lýst er í dómnum svarar Jónas: „Ég hef aldrei heyrt um svona lagað. Það kannast enginn við svona lagað." Í dóminum lýsa skipverjarnir, sem allir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, að þeir hafi ekki níðst á drengnum í kynferðislegum tilgangi, heldur hafi verið um „væga busun" að ræða. Þó kemur skýrt fram í sálfræðiviðtölum sem tekin voru við drenginn að honum hafi liðið vægast sagt illa og jafnvel óttast um eigið líf, enda fastur í tíu daga veiðitúr með kvölurum sínum. Faðir drengsins var með honum á bátnum, en fátt bendir til þess að hann hafi vitað af ofbeldinu. Hann varð einu sinni vitni af því þegar einn sjómaðurinn níðist á honum, og reiddist þá mjög. Hann slökkti einnig á klámmynd sem einn sjómannanna sýndi drengnum. Jónas segir umgengni við nýja menn á skipum, í það minnsta á þeim skipum sem hann hefur unnið á, mótast af virðingu. „Það er vel hugsað um þá. Það er helst að menn séu að reyna að kenna þeim eitthvað," bætir Jónas við. Hann segist heyra ýmislegt sem gengur á í skipaflota landsins en ekkert komist í líkingu við þetta mál. „Maður er eiginlega orðlaus," segir Jónas um framferði sjómannanna. Tengdar fréttir Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun“ Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. 15. nóvember 2011 11:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta er alveg út í bláinn," segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands og fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem fjórir skipverjar voru dæmdir fyrir að níðast á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti. Spurður hvort hann kannist við annað eins ofbeldi og lýst er í dómnum svarar Jónas: „Ég hef aldrei heyrt um svona lagað. Það kannast enginn við svona lagað." Í dóminum lýsa skipverjarnir, sem allir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, að þeir hafi ekki níðst á drengnum í kynferðislegum tilgangi, heldur hafi verið um „væga busun" að ræða. Þó kemur skýrt fram í sálfræðiviðtölum sem tekin voru við drenginn að honum hafi liðið vægast sagt illa og jafnvel óttast um eigið líf, enda fastur í tíu daga veiðitúr með kvölurum sínum. Faðir drengsins var með honum á bátnum, en fátt bendir til þess að hann hafi vitað af ofbeldinu. Hann varð einu sinni vitni af því þegar einn sjómaðurinn níðist á honum, og reiddist þá mjög. Hann slökkti einnig á klámmynd sem einn sjómannanna sýndi drengnum. Jónas segir umgengni við nýja menn á skipum, í það minnsta á þeim skipum sem hann hefur unnið á, mótast af virðingu. „Það er vel hugsað um þá. Það er helst að menn séu að reyna að kenna þeim eitthvað," bætir Jónas við. Hann segist heyra ýmislegt sem gengur á í skipaflota landsins en ekkert komist í líkingu við þetta mál. „Maður er eiginlega orðlaus," segir Jónas um framferði sjómannanna.
Tengdar fréttir Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun“ Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. 15. nóvember 2011 11:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun“ Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. 15. nóvember 2011 11:01