Viðskipti erlent

Ermotti tekur við stjórnartaumum UBS

Sergio Ermotti, forstjóri UBS.
Sergio Ermotti, forstjóri UBS.
Sergio Ermotti verður nýr forstjóri svissneska risabankans UBS. Þetta var tilkynnt í dag. Hann mun stýra umbreytingu fjárfestingarbankastarfsemi UBS, að því er fram kemur í frétt

Wall Street Journal. Ermotti hefur raunar starfað sem tímabundinn forstjóri í nokkra mánuði.

Með breytingunni ætlar bankinn að einblína meira á þjónustu við vel stæða einstaklinga á eignastýringarsviði en minnka vægi fjárfestinga á vegum bankans. Fastlega var búist við því að Ermotti myndi taka við stjórnartaumunum hjá bankanum og því hafa fréttirnar ekki komið á óvart á markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×