Viðskipti erlent

AGS hefur áhyggjur af bönkum í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af stöðu mála í Kína.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af stöðu mála í Kína.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af því að áhætta í rekstri kínveskra banka sé að aukast. Þetta kemur fram í áliti sjóðsins sem gert var opinbert í morgun og breska ríkisútvarpið BBC segir frá á vefsíðu sinni.

"Bankarnir eru traustir sem stendur, en það eru merki um að það geti breyst hratt," segir Jonathan Fiechter, yfirmaður AGS, sem hafði yfirumsjón með skoðuninni á kínverskum fjármálageira.

Áhættuþættirnir snúa með einum eða öðrum hætti að því að kínverska hagkerfið er útþanið, með meðaltals hagvöxt upp á 10% á ári í meira en áratug, og ýmsir sjá merki um að nú sé að hægjast um.

Í því ferli skiptir sköpum að stjórnvöld grípi til aðgerða sem koma í veg fyrir brotlendingu, er haft eftir Fiechter.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×