Innlent

Flugumaðurinn á Kárahnjúkum var líka í Danmörku

Flugumaðurinn Mark Kennedy í þjónustu bresku lögreglunnar, sem smaug inn í raðir mótmælenda á Kárahnjúkum fyrir nokkrum árum virðist hafa iðinn við kolann í svipuðum erindagjörðum vítt og breytt um Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin Channel four frumsýnir í kvöld heimildarmynd um Kennedy og þar kemur meðal annars fram að hann hafi smyglað sér inn í raðir hústökumanna í ungdómshúsinu í Kaupmannahöfn árið 2007. Kennedy segist hafa aflað upplýsinga fyrir dönsku lögregluna sem hún hafi síðan nýtt sér til þess að ráðast til atlögu við hústökufólkið.

Viðtalið er væntanlega fróðlegt en Kennedy, sem nú er atvinnulaus, staðhæfir að hann hafi heimsótt 22 lönd á sjö ára ferli sínum sem lögreglumaður í dulargervi en hann þóttist yfirleitt vera umhverfissinni. Kennedy segir að yfirleitt hafi hann verið pantaður af þarlendum lögregluyfirvöldum til þess að smjúga inn á meðal aðgerðasinna í viðkomandi landi og afla upplýsinga.

Enn hefur því ekki verið svarað hvort lögreglan hér á landi hafi vitað af veru Mark Kennedys hér á landi.




Tengdar fréttir

Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli

Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×