Hannes hunsaður af gömlum kommúnistum 14. nóvember 2011 13:00 Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fær engin svör frá gömlum kommúnistum. „Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina „Íslenskir kommúnistar 1918–1998", en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni. Honum var aldrei svarað. Hannes rekur sögu íslenskra kommúnista í bók sinni, alveg frá því að Brynjólfur Bjarnason tók þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918, og fram til þess að þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998. Hannes segist einmitt hafa sent Svavari skilaboð þar sem hann vildi bera undir hann nokkur atriði; eins og fyrr, var Hannesi ekki svarað. En það má margt finna í bók Hannesar. Meðal annars að á Íslandi hafi allt verið krökkt af njósnurum á vegum Sovétríkjanna. Þannig skrifar Hannes um sérkennilega viðvörun sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk árið 1957, þar sem hann var varaður við meintum njósnara hér á landi. Aðspurður segir hann að Bjarna hafi borist viðvörun frá ótilgreindri bandarískri stofnun um að Karl Sepp, sem dvaldist um skeið á Íslandi og var kvæntur íslenskri konu, væri njósnari Sovétmanna. Hannes segist reyndar ekkert fleira hafa fundið um þennan dularfulla Karl annað en að hann hafi verið menntaður lögfræðingur og ræðismaður frá Eistlandi. „Þetta var hið dularfyllsta mál," segir Hannes en svo virðist sem Karl stígi jafn óvænt inn í söguna og aftur út, að lokum flutti hann til Suður-Ameríku. Hannes fer víða í yfirferð sinni um kommúnista á Íslandi. Hann segir nokkur atriði hafa komið sér á óvart. „Þannig kemur það á óvart hversu náin tengslin á milli íslenskra kommúnista við Sovétríkin voru," segir Hannes. Hannes varpar svo fram þeirri tilgátu í bók sinni að að Vasílíj Mítrokhín, sem var kunnur njósnari KGB, hafi séð um að færa Dagsbrún stóran styrk, upp á fimm þúsund sterlingspund, sem Sovétmenn veittu Dagsbrún skömmu fyrir mikil verkfallsátök í desember 1952, en þá hafi verið ætlunin að prófa hvernig gengi að rjúfa flutningsleiðir til og frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Það voru um hundraðföld verkamannalaun," útskýrir Hannes þegar hann setur upphæðina í almennara samhengi. Spurður hverskyns viðbrögð hann hafi fengið við bókinni svarar Hannes því til að þau séu í raun tvennskonar. „Ég hélt fyrirlestur hjá sagnfræðingafélaginu. Þar voru viðbrögðin tvíþætt. Annarsvegar að kommúnistar hér á landi hafi verið betri en annarstaðar. Þeir hafi aðallega drukkið kaffi saman og gerðu enga vonda hluti," segir Hannes og bætir við: „Svo er hitt sjónarmiðið, að kommúnistar hér á landi hafi átt í mun nánara samstarfi við Sovétríkin en áður var talið og að þeir hafi beinlínis gengið erinda eins grimmasta og blóðugasta einræðisríkis veraldar." Það er Almenna bókafélagið sem gefur bók Hannesar út. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina „Íslenskir kommúnistar 1918–1998", en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni. Honum var aldrei svarað. Hannes rekur sögu íslenskra kommúnista í bók sinni, alveg frá því að Brynjólfur Bjarnason tók þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918, og fram til þess að þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998. Hannes segist einmitt hafa sent Svavari skilaboð þar sem hann vildi bera undir hann nokkur atriði; eins og fyrr, var Hannesi ekki svarað. En það má margt finna í bók Hannesar. Meðal annars að á Íslandi hafi allt verið krökkt af njósnurum á vegum Sovétríkjanna. Þannig skrifar Hannes um sérkennilega viðvörun sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk árið 1957, þar sem hann var varaður við meintum njósnara hér á landi. Aðspurður segir hann að Bjarna hafi borist viðvörun frá ótilgreindri bandarískri stofnun um að Karl Sepp, sem dvaldist um skeið á Íslandi og var kvæntur íslenskri konu, væri njósnari Sovétmanna. Hannes segist reyndar ekkert fleira hafa fundið um þennan dularfulla Karl annað en að hann hafi verið menntaður lögfræðingur og ræðismaður frá Eistlandi. „Þetta var hið dularfyllsta mál," segir Hannes en svo virðist sem Karl stígi jafn óvænt inn í söguna og aftur út, að lokum flutti hann til Suður-Ameríku. Hannes fer víða í yfirferð sinni um kommúnista á Íslandi. Hann segir nokkur atriði hafa komið sér á óvart. „Þannig kemur það á óvart hversu náin tengslin á milli íslenskra kommúnista við Sovétríkin voru," segir Hannes. Hannes varpar svo fram þeirri tilgátu í bók sinni að að Vasílíj Mítrokhín, sem var kunnur njósnari KGB, hafi séð um að færa Dagsbrún stóran styrk, upp á fimm þúsund sterlingspund, sem Sovétmenn veittu Dagsbrún skömmu fyrir mikil verkfallsátök í desember 1952, en þá hafi verið ætlunin að prófa hvernig gengi að rjúfa flutningsleiðir til og frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Það voru um hundraðföld verkamannalaun," útskýrir Hannes þegar hann setur upphæðina í almennara samhengi. Spurður hverskyns viðbrögð hann hafi fengið við bókinni svarar Hannes því til að þau séu í raun tvennskonar. „Ég hélt fyrirlestur hjá sagnfræðingafélaginu. Þar voru viðbrögðin tvíþætt. Annarsvegar að kommúnistar hér á landi hafi verið betri en annarstaðar. Þeir hafi aðallega drukkið kaffi saman og gerðu enga vonda hluti," segir Hannes og bætir við: „Svo er hitt sjónarmiðið, að kommúnistar hér á landi hafi átt í mun nánara samstarfi við Sovétríkin en áður var talið og að þeir hafi beinlínis gengið erinda eins grimmasta og blóðugasta einræðisríkis veraldar." Það er Almenna bókafélagið sem gefur bók Hannesar út.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira